- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 13. júní, að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks. Lagt er til að Kópavogsbær taki á móti allt að 101 flóttamanni á grundvelli samnings við ráðuneytið.
Aldrei hafa fleiri komið til Íslands á flótta og fengið viðkenningu á sinni stöðu sem flóttafólk með alþjóðlega vernd eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Fjöldi flóttafólks hefur nú þegar sest að í Kópavogi og á það tilkall til þjónustu, rétt eins og aðrir bæjarbúar.
Samningur um samræmda móttöku flóttafólks felur í sér viðbótar þjónustu sem er sértæk og miðar að því að tryggja flóttafólki nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að það fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, hvort sem það er á vinnumarkaði, vegna menntunar eða á öðrum sviðum.
Forsendur samnings um samræmda móttöku byggja á tillögum velferðarsviðs Kópavogsbæjar sem grundvallast á samningsformi, kröfulýsingu og kostnaðarlíkani ráðuneytisins ásamt útreikningum velferðar- og fjármálasviðs bæjarins. Í tillögum velferðarsvið kemur fram rík áhersla á að vanda til verka við móttöku flóttafólksins og að til staðar séu viðeigandi úrræði og bjargir.