Samráðsfundur um þróunarsvæði á Kársnesi

Skipulagssvæðið nær yfir þróunarsvæði ÞR-1, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ás…
Skipulagssvæðið nær yfir þróunarsvæði ÞR-1, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt aðliggjandi svæðum. Svæðið afmarkast af strandlínu Kársness til norðurs og vesturs og af núverandi íbúðarbyggð við Þinghólsbraut, Kársnesbraut og Huldubraut austurs og suðurs. Alls er skipulagssvæðið um 57,2 ha.

Samráðsfundur fyrir íbúa og hagsmunaðila vegna þróunarsvæðis á vestanverðu Kársnesi verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 16.30 í safnarðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1.

Fundurinn er haldinn í tengslum við fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 vegna rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á vestanverðu Kársnesi. 

Skoða skipulagslýsingu og samráðsáætlun

Rammaskipulag fyrir vestanvert Kársnes snýr að áframhaldandi þróun svæðisins, einkum að skilgreina karakter þess, tryggja góðar samgöngutengingar, sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi og skapa vönduð og vel skilgreind almenningsrými.

Í skipulagslýsingunni er gerð grein fyrir þeim áherslum sem verða í komandi skipulagsvinnu, forsendum og fyrirliggjandi stefnu sem skipulagið byggir á, umfangi umhverfismats og fyrirhuguðum kynningum og samráði við skipulagsgerðina.

Á fundinum verður farið verður yfir skipulagsvinnuna framundan ásamt forsendugreiningu um vestanvert Kársnes. Síðan verður samráð við þátttakendur um helstu almenningsrými, götur, stíga og teningar, framtíðarnot, tækifæri og almennt að hverju þurfi að huga að í skipulagsvinnunni.

Dagskrá

  1. Opnunarávarp
  2. Kynning á rammahluta aðalskipulags
  3. Kársnes í nútíð og framtíð
  4. Samráðsvinna

Skipulagssvæðið nær yfir þróunarsvæði ÞR-1, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt aðliggjandi svæðum. Svæðið afmarkast af strandlínu Kársness til norðurs og vesturs og af núverandi íbúðarbyggð við Þinghólsbraut, Kársnesbraut og Huldubraut austurs og suðurs. Alls er skipulagssvæðið um 57,2 ha.

Skoða skipulagslýsingu og samráðsáætlun

Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 580/2024, eigi síðar en 19. júní 2024.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um skipulagslýsinguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag (hja) kopavogur.is