- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifuðu undir samning um áframhaldandi rekstur á áfangaheimili við Dalbrekku í Kópavogi, miðvikudaginn 13. desember.
Áfangaheimilið tók til starfa í loks árs 2017 og geta alls átta karlar verið þar í búsetu.
Dalbrekka er hugsað sem tímabundið heimili þar sem íbúi fær einstaklingsmiðaða þjónustu sem felur í sér stuðning, leiðsögn, kennslu og eftirfylgd til að ástunda edrúmennsku og byggja upp bata, koma á rútínu í daglegu lífi og efla færni og getu til að takast á verkefni hvers dags. Langtíma markmiðið er að íbúar tileinki sér heilbrigðari lífsstíl, auki færni sína til þátttöku í venjubundnu lífi með virkni, launuðu starfi eða námi og öðlist færni til sjálfstæðrar búsetu.
Samráð og samstarf er viðhaft um málefni íbúa og hefur félagsráðgjafi velferðarsviðs reglubundna viðveru á heimilinu.
Samstarf Kópavogsbæjar við Samhjálp hefur verið farsælt og mjög góður árangur verið af starfi áfangaheimilisins.
Nýr samningur gildir til ársloka 2025.