- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Reykjavík Roasters tekur við veitingarekstri í Gerðarsafni og var ritað undir samning þess efnis á safninu í dag.
Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem verður á boðstólum í Gerðarsafni. Á kaffihúsi safnsins verður þó meira úrval af mat í hádeginu en á öðrum stöðum sem reknir eru undir merkjum Reykjavík Roasters. Stefnt er á að staðurinn hefji göngu sína í Gerðarsafni á nýju ári en hafist verður handa við undirbúning opnunar fljótlega.
„Það er tilhlökkunarefni að fá Reykjavík Roasters hingað í Kópavog. Það er góður samhljómur með starfsemi Gerðarsafns og Reykjavík Roasters og miklir samstarfsmöguleikar fyrir hendi. Kaffihúsið verður kærkomin viðbót við þá afþreyingu og upplifun sem stendur til boða í Gerðarsafni og Menningarhúsum Kópavogs,“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
„Gerðarsafn er frábært tækifæri fyrir okkur í Reykjavík Roasters. Staðurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og umgjörðin afar falleg. Við hlökkum til að opna dyrnar að nýjum stað og bjóða gesti velkomna,“ segir Þuríður Sverrisdóttir, einn eigenda Reykjavík Roasters. Þess má geta að kaffibrennsla Reykjavík Roasters er í Auðbrekku, skammt frá Gerðarsafni.
Gerðarsafn sem er eitt fremsta samtímalistasafn landsins var opnað árið 1994. Það stendur við Hamraborg í þyrpingu Menningarhúsa Kópavogs. Metnaðarfullar sýningar og ýmsir viðburðir eru á dagskrá Gerðarsafns allajafna auk þess sem veitingarekstur hefur verið í húsinu stærstan hluta af sögu þess.
Í vikunni opnuðu þrjár sýningar í Gerðarsafni, sýningaröðin Skúlptúr / skúlptúr með einkasýningum Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar á efri hæð, og ný sýning á verkum Gerðar Helgadóttur á neðri hæð. Við sama tækifæri var tekinn í notkun nýr ljósabúnaður.