- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Með nýju rauntímakorti á vef Strætó bs. er nú hægt að fylgjast með ferðum strætisvagna í rauntíma. Þannig geta strætófarþegar með hjálp nýjustu tækni séð hvar vagninn sem þeir ætla að taka sér far með er staddur á hverjum tíma. GPS-búnaður sem nú er um borð í öllum vögnum gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna á vef strætó.
Staðsetning vagnanna er uppfærð á u.þ.b. tíu sekúndna fresti, svo nákvæmnin er mikil. Einnig er unnið að nýrri útgáfu Leiðarvísis á vef Strætó og munu rauntímaupplýsingar einnig verða aðgengilegar þar á næstu mánuðum. Samfara því er ráðgert að bjóða upp á viðbætur (apps) fyrir flestar gerðir snjallsíma sem gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna í farsímanum.
Þetta getur verið sérlega þægilegt á þeim stöðum sem og tímum dags þegar ferðir vagna eru strjálar eða veður og færð geta raskað tímaáætlunum. Þannig getur t.d. verið hentugt fyrir farþega sem ætlar með strætó frá Hellu til Hvolsvallar að geta fylgst með hvenær vagninn sem fór frá Reykjavík kemur við á Hellu. Þannig getur viðkomandi komist hjá því að bíða í óvissu eftir vagninum en farið þess í stað út á stoppistöð alveg á réttum tíma. Hægt er að skoða rauntímakortið á vef Strætó hvort heldur er í tölvunni áður en farið er af stað út á stoppistöð eða á Netinu í farsímanum.
„Rauntímakortið bætir mjög þjónustuna við viðskiptavini okkar og við lítum á þetta sem fyrsta skrefið í þá átt að færa upplýsingar um ferðir vagnanna yfir í farsíma. Nú er unnið að því að fyrsta útgáfa af slíkri viðbót verði tilbúin í mars næstkomandi,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs.