- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum, en það er tímafrekt að ryðja húsgötur.
Skólahald
Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.
Sundlaugar og íþróttamannvirki
Sundlaugar verða lokaðar til hádegis að minnsta kosti. Upplýsingar um hvort og þá hvenær opnar á morgun verða gefnar út í fyrramálið, mánudaginn 7.febrúar.
Íþróttamannvirki á vegum sveitarfélagsins eru einnig lokuð til hádegis að minnsta kosti.
Menningarhús
Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og önnur menningarhús opna kl. 12.00 á hádegi í stað hefðbundins opnunartíma.
Velferðarþjónusta
Búast má við einhverjum skerðingum á þjónustu velferðarsviðs á morgun.
Heimaþjónusta getur mögulega ekki hafist fyrr en í hádeginu og í einhverjum tilfellum fellur hún niður.
Vinnustaðir fatlaðs fólks lokaðir til hádegis, og dagþjálfun í Roðasölum, verður lokað til hádegis.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks fellur niður til hádegis.
Á heimilum fatlaðs fólks getur verið að vaktaskipti verði síðar en vanalega, forstöðumenn upplýsa starfsfólk um það. Í einhverjum tilfellum verður auka mannskapur í nótt til að vakt morgundagsins verði mætt.
Strætó
Veðrið mun einnig hafa áhrif á ferðir strætisvagna og er fólk hvatt til að fylgjast með hvenær þeir verða aftur á ferðinni á morgun og þá nýta sér þjónustu þeirra þegar þar að kemur.
Bæjarskrifstofur Kópavogs
Húsnæði Bæjarskrifstofa, bæði að Digranesvegi 1 og Fannborg 6, opnar kl. 12 á morgun. Símsvörun hefst kl. 08.00 eins og vanalega.
Þjónustumiðstöð, mokstur
Mokstur gatna hefst um leið kostur er í fyrramálið.