Plokkari ársins í Kópavogi

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdót…
Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í dag í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu.

Unnar fer víða til að plokka og segir plastrusl það sem er mest er af og fer víðast um. Ásdís þakkaði Unnari fyrir framlag sitt til að halda bænum hreinum. Þess má geta að Unnar lætur ekki duga að fara bara um Kópavog heldur plokkar hann einnig í nágrannasveitarfélögunum.