- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Mánudaginn 11. júní verður dagurinn „Plokkað saman“ haldinn hjá Vinnuskóla Kópavogs. 450 starfsmenn á vegum Vinnuskólans munu þræða bæinn auk þessa mun Vinnuskólinn í Reykjavík vera í samstarfi við Vinnuskólann og verða um 1.000 unglingar að plokka og tína upp allt rusl sem á vegi þeirra verður. Auk Vinnuskólanna tekur Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar þátt í plasthreinsuninni og verða allir starfsmenn þjónustumiðstöðvar í plasthreinsun þennan dag.
Þá tekur Blái herinn þátt í deginum og liðsinnir við hreinsun á plasti á strandlengjunni í Kópavogi.
Leikskólar bæjarins munu einnig taka þátt í verkefninu og mun yngsti aldurhópurinn plokka saman þennan dag.
Vinnuskólinn hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í að hreinsa bæinn og fjarlægja allt plast, hvort sem það er í garðinum heima, í kringum húsið, á bílastæðinu eða á leiðinni í vinnuna.
Hægt verður að hringja í Þjónustumiðstöð Kópavogs og tilkynna um staðsetningu afrakstur dagsins sem verður hirtur upp af starfsmönnum. Sími Þjónustumiðstöðvar er: 4419000
Átakið hefst í Fossvogsdal við íþróttahúsið Fagralund, Furugrund 83., kl. 8.30.
Myndin er tekin frá hliðstæðum degi í Kópavogi í fyrrasumar.