- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þriðjudaginn 11. júní verður dagurinn Plokkað í Kópavogi haldinn í Vinnuskóla Kópavogs. Gengið verður um Kópavogsbæ og hreinsað plast og annan úrgang úr umhverfinu. Auk Vinnuskólans munu börn á leikskólum bæjarins leggja skólanum lið ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.
Dagurinn er haldinn í þriðja skiptið en þó með breyttu sniði þar sem Vinnuskólinn hefur nú Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun til grundvallar öllu starfi. Því fá nemendur fræðslu um áhrif neysluhátta þeirra á umhverfið. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að sneiða hjá einnota plasti eins og unnt er og stuðlað að vistvænum innkaupum innan skólans.
Vinnuskólinn hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í að hreinsa bæinn og fjarlægja allt plast í görðum, sem og annars staðar í umhverfinu. Hægt verður að hringja í Vinnuskólann og tilkynna staðsetningu afrakstur dagsins í síma 4419080 sem verður hirtur upp af starfsmönnum.