- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bókhald Kópavogsbæjar hefur verið opið frá árinu 2016. Kópavogsbær var fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að taka það skref. Kópavogsbær hefur lagt áherslu á að rýna gögnin vel áður en þau eru birt til þess að tryggja að viðkvæmar upplýsingar sem varða einstaklinga séu ekki birtar. Nýleg dæmi sýna að gæta þarf varkárni við meðferð þessara gagna. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 verður lagður fyrir til samþykktar á fundi bæjarstjórnar síðar í dag. Í framhaldinu verður bókhald bæjarins birt á vefsíðunni „Hvert fara peningarnir“ þar sem íbúar geta rakið greiðslur til lánadrottna og skoðað hvernig útgjöld falla til. Samkvæmt vinnuferli bæjarins er unnið að lokarýni gagna í samræmi við fyrrgreinda stefnu sem lýtur öryggi upplýsinga.