- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tæplega 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur en hugmyndasöfnun lauk 31. maí. Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust á hverjum fundi að lokum um tíu. Þátttaka í verkefninu hefur verið vonum framar og margar spennandi hugmyndir komnar í pottinn.
Sumar hugmyndir sem sendar voru inn eru góðar og einfaldar i framkvæmd en falla utan skilgreiningar á verkefninu. Ákveðið hefur verið að bregðast við þeim, til dæmis að setja upp hjólaviðgerðastand við áningarstað hjá Kópavogstúni og koma hárþurrkum fyrir í karlaklefum sundlauga í Kópavogi.
Matshópur Kópavogsbæjar mun nú meta hugmyndirnar sem komið var á framfæri út frá fyrirfram gefnum skilyrðum. Hópurinn mun stilla upp allt að 20 hugmyndum í hverju hverfi fyrir kosningar í haust, og verða allt að 10 þeirra af íbúafundunum.
Næsta hlutverk íbúa bæjarins, 16 ára og eldri, er að forgangsraða verkefnum í einu hverfi í haust, út frá fjármagni þess hverfis. Hverfunum er úthlutað fjármagni í takt við íbúafjölda en alls verða 200 milljónir settar í að framkvæma verkefnin. Framkvæmd verkefna hefst á þessu ári og lýkur á því næsta enda verkefnið til tveggja ára.
Þess má geta að hugmyndum sem falla utan ramma verkefnisins Okkar Kópavogur verður haldið til haga. Þær geta nýst í aðra vinnu á vegum Kópavogsbæjar, til dæmis í vinnu hverfisáætlana og samgöngustefnu Kópavogsbæjar.
Nánari upplýsingar um Okkar Kópavogur: www.kopavogur.is/okkarkopavogur