- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttahús við Vatnsendaskóla var vígt við hátíðlega viðhöfn á afmælisdegi Kópavogsbæjar föstudaginn 11. maí.
Íþróttahús Vatnsendaskóla er nýjasta íþróttahúsið í Kópavogi. Það er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun Íþróttafélagið Gerpla nýta húsið undir sína starfsemi en einnig fer íþróttakennsla Vatnsendaskóla fram í húsinu.
Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur lög og kór Vatnsendaskóla söng og sýningarhópur Gerplu í hópfimleikum sýndi listir sínar.
Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri Vatnsendaskóla bauð gesti velkomna og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Harpa Þorláksdóttir formaður Gerplu fluttu ávörp.
Allir voru sammála um að dagurinn væri mikill hátíðisdagur og vígsla hússins mikið fagnaðarefni.