- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hjá Kópavogsbæ hafa verið teknir í notkun þrír bílar sem notaðir verða við innlitsþjónustu til aldraðra á dagvinnutíma á virkum dögum og af starfsmönnum í sértækri heimaþjónustu á kvöldin og um helgar. Í dag starfa þrír starfsmenn í innlitum á milli klukkan 8 og 16 á virkum dögum.
Starfsmenn í innlitum heimsækja um sjö til níu skjólstæðinga á degi hverjum og helstu verkefni þeirra felast í stuðningi við lyfjatöku og á matmálstímum, aðstoð við að komast á fætur á morgnana, aðrar athafnir daglegs lífs og erindrekstur, það er að segja fylgd í matvörubúð, apótek eða banka.
„Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir starfsmenn og öryggismál fyrir þjónustuþega og því eru þetta jákvæð tímamót í félagslegri heimaþjónustu,“ segir Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti starfsmönnum lyklana að bílunum sem þeir munu hafa til umráða í vinnunni.