Ný tónleikaröð í Salnum

Anna Jóna og Hildur.
Anna Jóna og Hildur.

Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð sem verður haldin í Salnum, Kópavogi í vor.

Markmið tónleikaraðarinnar er að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri að koma fram á tónleikum í einum fallegasta tónleikasal landsins en jafnframt gefa þeim verkfæri og tól til þess að vinna í tónlistarferli sínum.
Þau tónlistaratriði sem verða valin fá einnig að taka þátt í námskeiði þar sem tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir og tónlistarráðgjafinn Anna Jóna Dungal kenna hagnýta hluti sem snúa að tónlistarbransanum, markaðssetningu og útgáfumálum.

Molinn er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára þar sem hægt að mæta og nota aðstöðuna á ýmsan hátt, til dæmis með að bóka stúdíó og vinna í tónlist, æfa sig á sviði,halda viðburði en einnig til að slaka á, læra eða hafa gaman. Molinn er einnig skipuleggjandi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sem fagna 20 ára starfsafmæli í sumar.

Sótt er um á vef Salarins.