- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nemendur í tíunda bekk Hörðuvallaskóla voru nýverið verðlaunaðir fyrir verkefni sem þau unnu í tengslum við átakið: Sköpunarkraftur: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Nemendurnir heita Viktor Daði Úlfarsson, Rakel Arnarsdóttir, Hjálmar Darri Þorvaldsson og Aníta Björk Bárðardóttir. Verkefnin snúast um hugmyndir þeirra um framtíð heimabyggðar sinnar. Þau voru verðlaunuð við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík.
Sköpunarkraftur: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir
er á vegum hóps sem kallar sig Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni. Hópurinn hefur hvatt skólabörn til að efla sköpunargleði sína og gaumgæfa málefni byggðar sinnar, velta fyrir sér framtíðarmöguleikum hennar og gera sér grein fyrir hvað þau geta lagt af mörkum í því efni.
Verkefni nemenda Hörðuvallaskóla voru fjölbreytt. Viktor Daði fjallaði til dæmis um miðstöð útivistar og ferðaþjónustu í Guðmundarlundi, Rakl fjallaði um menntaskóla í Kórahverfi, Hjálmar Darri um heimabyggðina sína og Aníta Björk um ungmennahús.
Samúel Örn Erlingsson er umsjónarkennari þeirra við Hörðuvallaskóla og hafði umsjón með verkefnum þeirra. Hann sagði við athöfnina í HR að nemendurnir hefðu nálgast verkefnið með opnum huga, dugnaði og gleði. Það væri gott því framtíðin væri þeirra.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sagði við sama tækifæri að verkefnin ættu örugglega eftir að veita bæjarstjórn Kópavogs innblástur. Það væri heldur aldrei að vita nema hugmyndirnar ættu eftir að verða að veruleika einn góðan veðurdag.