Malbikunarframkvæmdir

Vesturbær
Vesturbær

 

Lokun þriðjudaginn 28. maí 18:00 til 23:00

Aðreinin að Kringlumýrarbraut af Nýbýlavegi verður lokuð frá kl. 18:00 þriðjudaginn 28. maí og fram eftir kvöldi vegna malbikunarframkvæmda. Ökumönnum er bent á að nota aðreinina frá Digranesvegi eða Fífuhvammsvegi (við Fífuna) til að komast út á Hafnafjarðarveg/Kringlumýrarbraut á meðan framkvæmdum stendur. Grænn litur á skýringarmynd merkir lokun.

Nýbýlavegur aðrein

Lokun miðvikudaginn 29. maí 13:00 til 18:00

Aðreinin að Hafnarfjarðarvegi af Digranesvegi (undir Kópavogsbrýrnar) verður lokuð frá kl. 13:00 miðvikudaginn 29. maí til klukkan 18:00 vegna malbikunarframkvæmda. Ökumönnum er bent á að nota aðreinina frá Nýbýlavegi til að komast út á Kringlumýrarbraut eða aðreinina frá Fífuhvammsvegi (við Fífuna) til að komast út á Hafnafjarðarveg/Kringlumýrarbraut á meðan framkvæmdum stendur. Grænn litur á skýringarmynd merkir lokun.

Digranesvegur aðreið