- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjórar lýðheilsugöngur verða í Kópavogi í september. Göngurnar eru hluti af afmælishátíð Ferðafélags Íslands og eru haldnar í samstarfi við Kópavogsbæ. Félagið stendur fyrir lýðheilsugöngum um land allt í september. Göngurnar marka jafnframt upphaf lýðheilsutengdra viðburða í bæjarfélaginu sem haldnir verða í vetur í tengslum við nýsamþykkta lýðheilsustefnu.
Dagskráin í Kópavogi er sem hér segir:
06. september
Yndisgarður og álfabyggð - álfabyggðir við Álfhól og Víghól (líka menjar ísaldarjökluls), yndisgarðurinn í Fossvogi, gengið um Snæland, Heiðavallasvæðið og sagt frá herbúðunum (Camp Catherine) og skoðað hvar Digranesbærinn stóð (skilti með sögulegum fróðleik).
Fararstjóri: Sigríður Lóa Jónsdóttir
13. september
Gengið um eystri hluta Vesturbæjarins og svo undir Hafnarfjarðarveginn allt að Digraneskirkju. Þema væri saga, e.t.v. með vellíðunar og náttúruívafi.
Fararstjórar: Erna Jóna og Sæmundur
20. september
Gengið um Kópavogsdalinn. Þemað er náttúra-saga-lýðheilsa.
Gangan hefst hjá tjörninni við Hafnarfjarðarveg, gengið upp Kópavogsdalinn og tekinn hringur til baka.
Fararstjóri: Friðrik Baldursson
27.september
Guðmundurlundur og Vatnsendaheiði. Saga útivistarsvæðisins, náttúra og jarðsaga svæðisins rakin. Gengið er um svæðið eftir skipulögðum stígum og skógarlundum.
Fararstjórar: Bragi Mikaelsson og Gísli Bragason
Upphafsstaður: Allar göngur hefjast klukkan 18.00 á bílastæði við MK v/Digranesveg.