Lokun vegna malbikunar föstud. 7 júní

Arnarsmári lokaður vegna malbikunar
Arnarsmári lokaður vegna malbikunar

Föstudaginn 7. júní milli kl. 9:00 og 15:00 verður Arnarsmári á milli Nónhæðar og Dalsmára lokaður vegna malbiksframkvæmda. Hjáleið verður um Dalsmára og Fífuhvammsveg á meðan lokun stendur. Íbúar og aðrir sem erindi eiga í Ekru-, Engja-, Eyktar-, Foldar-, Fitja- og Fellasmára eru vinsamlegast beðnir um leggja bílum sínum utan framkvæmdasvæðis á meðan lokunin stendur yfir. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.

Arnarsmári lokaður