- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi flautuleikara. Lista- og menningarsjóður styrkir þar með menningarviðburði sem þau hafa haft frumkvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og Pamela til að halda Ormadaga, menningarhátíð barna, í samstarfi við menningar- og safnahús á Borgarholtinu.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, segir að með þessu sé verið að gera listamönnunum kleift að undirbúa viðburðina betur fram í tímann. Jazz- og blúshátíð Kópavogs og Ormadagarnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.
Jazz- og blúshátíðin er haldin að hausti með jafnt innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Næsta hátíð hefst fimmtudaginn 3.október. Ormadagarnir hafa verið haldnir á vorin. Tilgangur þeirra er að efla lista- og menningarfræðslu leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Þúsundir barna hafa tekið þátt í þeim undanfarin misseri.
Tugir listamanna fá styrk úr lista- og menningarsjóði á ári hverju en með því er verið að auðga lista- og menningarlífið í Kópavogi. Tekjur lista- og menningarsjóðs eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.
Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og eru fulltrúar ráðsins með listamönnunum á meðfylgjandi mynd.