- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Listahátíðin Cycle í fer fram í Kópvogi dagana 24. til 28. október.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar hún á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar.
Þótt leiðsögutónninn sé fullveldið þá má segja að það sé viss endurómur umburðarlyndis í gegnum alla hátíðina. Umburðalyndis gagnvart fjölmenningu og þau skilaboð að við sem þjóð getum áfram haldið i okkar einkenni þótt við bjóðum öðrum að verða hluti af okkar þjóðarlíkama.
Sýningin í Gerðarsafni stendur til 5. janúar.
Viðburðir á vegum Cycle fara fram víða, bæði í Menningarhúsunum í Kópavogi, í nýrri menningarmiðstöð í Hamraborg, Midpunkt, í Mengi við Óðinsgötu svo eitthvað sé nefnt. í Þess má einnig geta að tvö verk af sýningunni Einungis allir eru til sýnis í Þjónustuveri Kópapvogsbæjar, Digranesvegi 1.