- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fyrirkomulagi umferðar um Smárahvammsveg verður breytt samkvæmt tillögu að deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu. Tengingar fyrir hjólandi og gangandi verða auknar og götur aðskildar með grænum svæðum.
Í tengslum við fyrirhugaðar breytingar verður starfsfólk skipulagsdeildar með opið hús að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður sérstaklega kynnt þeim sem þess óska. Áhugasamir eru beðnir að skrá komu sína með tölvupósti á netfangið skipulag@kopavogur.is fyrir 10. nóvember nk.
Deiliskipulagið tekur til Smárahvammsvegar frá og með gatnamótun við Fífuhvammsveg að gatnamótum Arnarnesvegar.
Í tillögunni er akreinum fækkað svo Smárahvammsvegur verður ein akrein í hvora átt, almennt 3,5m breið og aðskildar með 5m breiðri miðeyju. Gatnamót Smárahvammsvegar—Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar-Gullsmára/Silfursmára verða umferðarljósastýrð. Vinstri beygjur verða leyfðar á öllum gatnamótum um op í miðeyju.
Götur verða aðskildar grænum svæðum og eyjum með steyptum kanti. Göngustígar verða beggja vegna ganta og gönguþveranir verða við öll gatnamót í plani við gatnamót um hellulagða upphækkun í götu. Hjólastígur verður samhliða gangstíg vestan Smárahvammsvegar, í einstefnu upp í átt að Nónhæð.