- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þegar barn byrjar í leikskóla hefst nýr kafli í lífi þess. Það skiptir máli að þessi tímamót séu jákvæð, spennandi og mótandi fyrir alla aðila.
Við bjóðum uppá klukkustundar kynningarfund þar sem foreldrar geta valið sér eina af þremur eftirfarandi dagsetningum 24., 25. og 26. apríl kl: 8.30-9.30. Fundirnir verða haldnir í Fagralundi, Furugrund 83.
Samvinna: Við viljum með þessum fyrsta fundi leggja grunn að samvinnu milli foreldra, barns, leikskóla og menntasviðs. Rannsóknir og reynsla sýna að aðlögun barna í leikskóla skiptir máli fyrir þá samvinnu sem er að hefjast.
Góð reynsla: Leikskólinn er fyrsti hlekkur í skólagöngu barns og sýnt hefur verið fram á að fyrstu ár barna eru mun mikilvægari en áður var talið fyrir þroska og velferð þeirra.
Efni fundarins: Hagnýtar upplýsingar um ýmiss mál er varða leikskólagönguna og umfjöllun um líf og nám ungra barna í leikskóla. Foreldrar eru því hvattir til þess að mæta.
Fundurinn er haldinn í fundarsal við íþróttahúsið í Fagralundi – Furugrund 83