Kópavogur á UTmessu

Kópavogsbær tekur þátt í UTmessunni 2020.
Kópavogsbær tekur þátt í UTmessunni 2020.

Kópavogsbær er með kynningarbás á UTmessunni í Hörpu sem stendur yfir föstudaginn 7.febrúar og laugardaginn 8.febrúar. Opið er fyrir almenning laugardaginn 8.febrúar og áhugasamir hvattir til að líta við. Þetta er í fyrsta sinn sem Kópavogsbær tekur þátt í UTmessunni.

Kynnt verður hvernig Kópavogsbær er að nota mælingar í hinum ýmsu verkefnum og einkum mælingarlausn Kópavogsbæjar sem fengið hefur heitið Nightingale. Nafnið er vísun í Florence Nightingale, sem auk hjúkrunar var snjall tölfræðingur og nýtti tölfræði í ákvarðanatöku.

 

UTmessan