- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Samkór Kópavogs mun hefja menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, með kórsöng í Sundlaug Kópavogs kl. 10, laugardaginn 4 .maí. Kórinn mun syngja sjö lög. Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kórinn mun svo gleðja sundlaugargesti Salalaugar í Kópavogi klukkutíma síðar.
Kópavogsdagar eru nú haldnir í tíunda sinn dagana 4. til 11. maí. Dagskráin er fjölbreytt að venju og sniðin fyrir alla aldurshópa, unga sem aldna. Markmið Kópavogsdaga er að gefa bæjarbúum færi á að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í menningum og listum á eins konar uppskeruhátíð.
Á dagskrá eru m.a. barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur í Salnum, fræðsluganga verður um Hamraborgarsvæðið og myndlistarsýningar Myndlistarfélags Kópavogs. Fjölmargir aðrir spennandi viðburðir verða einnig í boði í leikskólum, í félagsmiðstöðvum ungmenna eða hjá listamönnunum í Auðbrekku.
Eldri borgarar halda líka hátíð í félagsmiðstöð sinni Gjábakka sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir með veglegri dagskrá alla dagana. Handverkssýningar eldri borgara verða á sínum stað í Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum um helgina.