- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Menningarhátíð Kópavogs, Kópavogsdagar, hófst í Sundlaug Kópavogs í morgun með söng Samkórs Kópavogs undir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar. Hátíðin mun setja svip sinn á bæjarlífið næstu vikuna en þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Kvennakór Kópavogs syngur í Hamraborg 1 til 3 kl. 17 í dag.
Markmiðið með Kópavogsdögum er að gefa bæjarbúum og öðrum gestum færi á að njóta afraksturs þess mikla lista- og menningarstarfs sem fram fer í bænum allan ársins hring.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda en að henni koma listamenn, kórar, félagsmiðstöðvar eldri borgara og fleiri og má af dagskrárliðum m.a. nefna handverkssýningar eldri borgara, barnatónleika í Salnum, gospeltónleika í Kópavogskirkju og fræðslugöngu um Hamraborgina.
Kvöldskóli Kópavogs verður með vorsýningu í Snælandsskóla á morgun og 25 ára afmælissýning Myndlistarskóla Kópavogs verður opnuð í Gerðarsafni næstu helgi, svo fleiri dæmi séu nefnd
Nánari upplýsingar eru á kopavogsdagar.is