- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær hefur samið til fjögurra ára við Securitas um umsjón með öryggismálum í byggingum bæjarins.
Á tímabilinu sér Securitas meðal annars um vöktun öryggiskerfa og þjónustu og úttektir á kerfum í byggingum bæjarfélagsins. Kópavogur er með yfir 100 byggingar í rekstri og er allri vinnu við tengingu öryggiskerfa Securitas í þeim er lokið. Samningurinn felur einnig í sér að lögð er frekari áhersla á staðsetningu eftirlitsbíla í bænum.
„Starfsemi Kópavogsbæjar er af mjög fjölbreyttum toga og húsnæði stofnana af ýmsum stærðum og gerðum. Markmiðið með samningnum við Securitas er að auka öryggi og tryggja reglubundið eftirlit með eignum bæjarins sem er hagsmunamál allra íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Möguleiki er á að framlengja samningnum að fjórum árum liðnum en hann var gerður í kjölfar útboðs sem unnið var fyrir Kópavogsbæ. Samningurinn tekur meðal annars til skóla, sundlauga, menningarhúsa og annarra stofnana í eigu og rekstri bæjarins.
Securitas er með 12 eftirlits- og viðbragðsbíla á stórhöfuðborgarsvæðinu hverju sinni. "Það er vel þjálfuð vakt í þeim allan sólarhringinn, alla daga ársins og viðbragðsafl sem þetta á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum öryggisfyrirtækjum á landinu,“ segir Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Securitas.