- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Urpið, söngkeppni NMK (nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi) fór fram, í Salnum 8. febrúar sl. Margir efnilegir söngvarar stigu á stokk en Aron Daði Þórisson og Jenna Katrín Kristjánsdóttir báru sigur úr býtum og keppa fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna, á Akureyri í apríl.
Sigurlag Arons Daða og Jennu Katrínar var lagið Colours með Grouplove.
Í 2. sæti var Jónína Hildur Grímsdóttir og með lagið Only You og í 3.sæti var Róshildur Björnsdóttir með lagið Hold on.
Hljómsveitarmeðlimir voru þeir Hlynur Halldórsson á gítar, Aron Örn Vilhjálmsson á trommur, Valbjörn Snær Lilliendahl á bassa og Birgir Steinn Stefánsson á hljómborð. Gestagítarleikari var Rúnar Örn Grétarsson.
Dómarar í keppninni voru Einar Bárðarson, Reynir Þór Eggertsson og Yngvi Eysteinsson.
Söngkeppni innan MK hefur verið haldin síðan sögur hófust og hefur MK tvisvar sigrað söngkeppni framhaldsskólanna, árið 1994 þegar Emilíana Torrini söng fyrir hönd skólans og árið 1996 þegar Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir sigraði.