- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Verið er að koma köldu vatni aftur á vatnsveitukerfi í Kópavogi, eftir alvarlega bilun sem varð í nótt. Þrýstingur mun því byggjast upp hægt og rólega og því má búast við truflunum fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld.
Viðgerð gekk vel og var byrjað að fylla vatnstankinn, sem hafði tæmst, um tíuleytið í morgun.
Það tekur hins vegar nokkrar klukkustundir að fylla vatnstankinn og því má búast við að um átta tímar líði áður en fullum þrýstingi er náð frá því að viðgerð lauk.
Íbúar í eldri hverfum hafa sums staðar verið án kalds vatns eftir að vatn fór aftur á tankinn, vegna lofttappa sem mynduðust í kerfinu.
Íbúar geta líka átt von á að talsvert loft komi úr krönum hjá þeim en starfsmenn Vatnsveitu eru í þessum töluðu orðum og fram eftir degi að skrúfa frá brunahönum til að lofttæma kerfið.
Athugið að vatn getur verið gruggugt fyrst eftir að það kemur á. Þá geta útfellingar innan á rörum losnað með þeim afleiðingum að síur í vatnsinntaki stíflist. Íbúar eru beðnir um að fylgjast með því.
Verið er að fara yfir hvað nákvæmlega gerðist í nótt til að unnt sé að koma í veg fyrir sambærilega bilun.