- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 17. nóvember að viðstöddum börnum úr leikskólanum Marbakka og 3. bekk Kársnesskóla auk fleiri góðra gesta. Börnin töldu niður saman ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri áður en tendrað var á stjörnunni.
Þá var gengið kringum stjörnuna og sungin jólalög sem komu viðstöddum í jólaskapið. Börnin úr Kársnesskóla sungu nokkur lög undir stjórn þeirra Þóru Marteinsdóttur og Álfheiðar Björgvinsdóttur við harmonikkuleik Ástvalds Traustasonar.
Þetta er fimma árið í röð sem stjarnan er á Hálsatorgi en hún veitir mikla og fallega lýsingu á svæðið, gangandi og akandi vegfarendum til mikillar ánægju.
Uppsetning jóla- og skammdegisljósa er vel á veg komin hjá Kópavogsbæ. Lokahnykkurinn á uppsetningu ljósanna er þegar tendrað er á jólatréi bæjarins á Aðventuhátíðinni 2.desember.