- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttafólk ársins 2019 í Kópavogi verður kynnt á íþróttahátíð Kópavogs föstudaginn 3. janúar kl. 17.00. Hátíðin er haldin í Samskipahöllinni, reiðhöll Spretts og stendur til kl. 19.00.
Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs eru valin úr hópi 10 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilnefningum frá íþróttafélögum. Íbúar gátu tekið þátt í kosningu um íþrótttakarl og íþróttakonu ársins en kosningu lauk 31. desember.
Í ár voru þessi tilnefnd: Agnes Sto-Tuuha, fimleikakona úr Gerplu; Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar; Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar; Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Breiðablik, Ívar Ragnarsson, skotfimimaður úr Skotíþróttafélagi Kópavog; Patrik Viggó Vilbergsson, sundmaður úr Breiðablik; Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, sundkona úr Breiðablik; Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatekona úr Breiðablik og Valgard Reinhardsson, fimleikamaður úr Gerplu.
Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fá í sinn hlut farandbikar og eignarbikar auk peningaverðlauna frá Kópavogsbæ.
Fjölmargar viðurkenningar eru svo veittar til yngri iðkenda og þá fær flokkur ársins viðurkenningu.