- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2019.
Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Samskipahöllinni, Reiðhöll Spretts föstudaginn 3. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.
Berglind Björg og Valgarð voru valin úr hópi 10 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs en þeir voru valdir úr innsendum tilnefningum frá íþróttafélögunum í Kópavogi.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg átti mjög gott tímabil með liði Breiðabliks á liðnu ári, en liðið hafnaði í 2. sæti í Pepsí deild kvenna. Í 17 leikjum liðsins skoraði hún 16 mörk og hreppti titilinn markadrottning Pepsi deildar kvenna árið 2019. Breiðablik átti einnig góðu gengi að fagna í Meistaradeild Evrópu. Liðið komst alla leið í 16 liða úrslit keppninnar, en féll þar út á móti stórliði PSG frá Frakklandi. Berglind lék alla 7 leiki liðsins í keppninni og skoraði í þeim 10 mörk og er því ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildar kvenna á árinu. Hún lék 10 A-landsleiki á árinu og skorði í þeim 2 mörk, en alls hefur Berglind leikið 44 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 4 mörk.
Valgarð Reinhardsson
Valgarð er fremsti fimleikamaður landsins í dag. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu auk þess sem hann sigraði á fjórum áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Þá varð hann einnig bikarmeistari með liði sínu Gerplu 2019. Valgarð stóð sig vel í alþjóðlegum verkefnum og vann meðal annars til bronsverðlauna á svifrá á Norður Evrópumótinu. Hans stærst afrek á árinu var þó þegar hann komst í úrslit á gólfæfingum á heimsbikarmótinu í Koper í Slóveníu, þar sem hann hafnaði að lokum í 6. sæti. Valgarð keppti einnig á Evrópuleikunum í Minsk, heimbikarmótinu í Melbourne og á Heimsmeistaramótinu í Stuttgart á liðnu ári. Í lok árs var Valgarð svo kosin fimleikamaður ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.
Viðurkenningar
Flokkur 17 ára og eldri:
Agnes Suto Tuuha áhaldafimleikar, Aron Snær Júlíusson golf, Berglind Björg Þorvaldsdóttir knattspyrna, Hulda Clara Gestsdóttir golf, Ingvar Ómarsson hjólreiðar, Ívar Ragnarsson skotfimi, Patrik Viggó Vilbergsson sund, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir sund, Svana Katla Þorsteinsdóttir karate, Valgarð Reinhardsson áhaldafimleikar.
Flokkur 13 til 16 ára:
Ari Sigurpálsson knattspyrna, Andri Freyr Tandrason körfuknattleikur, Ágúst Ingi Davíðsson fimleikar, Berglind Sól Ásmundsdóttir knattspyrna, Björk Bjarnadóttir körfuknattleikur, Björn Ingi Sigurðsson blak, Breki Gunnarsson Arndal golf, Dagný Rún Pétursdóttir knattspyrna, Eliot Robertet tennis, Elísabet Alda Georgsdóttir dans, Eva Diljá Arnþórsdóttir, Tennis, Eva María Gestsdóttir golf, Fannar Kvaran dans, Fanný Helga Þórarinsdóttir dans, Freyja Kristín Þórðardóttir skíði, Guðmundur Karl Karlsson sund, Guðný Dís Jónsdóttir hestaíþróttir, Haukur Ingi Hauksson handknattleikur, Heba Sól Stefánsdóttir blak, Hildur Maja Guðmundsdóttir fimleikar, Ivan Coric dans, Júlía Kristín Jóhannesdóttir frjálsar íþróttir, Kristian Nökkvi Hlynsson knattspyrna, Kristín Helga Hákonardóttir sund, Markús Birgisson frjálsar íþróttir, Natalía Erla Cassata hjólreiðar, Salka Finnsdóttir karate, Sigurður Baldur Ríkharðsson hestaíþróttir, Stefán Leó Garðarsson skíði, Telma Medos handknattleikur, Tómas Pálmar Tómasson karate, Vignir Vatnar Stefánsson skák.
Flokkur ársins 201 var kjörinn meistaraflokkur GKG í golfi karla en liðið varð Íslandsmeistari klúbbliða í golfi á árinu.
Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum, alþjóðlegra meistara og eftirtektaverðan árangur.