- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hjartadagshlaup og ganga verður haldin í Kópavogi 25. september. Að viðburðunum standa Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill en hlaupið er haldið í samvinnu við Kópavogsbæ sem býður þátttakendum í sund að loknu hlaupi. Hlaupið er haldið í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum.
Alþjóðlegur hjartadagur er 29. september og hvetur Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) aðildafélög sín um allan heim að halda upp á daginn.
Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupi og göngu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið. Flögutímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá Tímataka.net.
Þann 25. september kl. 10 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og verður þátttaka ókeypis eins og áður. Hlaupið verður ræst frá bílaplaninu við Smáraskóla við Kópavogsvöll. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og við stúkuna fyrir hlaup frá klukkan 9 en hlaupið hefst klukkan 10. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti. Þegar úrslit liggja fyrir verður hægt að sjá þau á hjarta.is, timataka.is og á hlaup.is.
Í ár fer Sri Chinmoy heimseiningar friðahlaupið fram samhliða hjartadagshlaupinu. Hlauparar friðarhlaupsins koma frá 8 mismunandi löndum. Hlaupinn verður hálfur hringur á Kópavogsvelli að loknu hjartadagshlaupi eða um kl. 11. Verður öllum viðstöddum boðið að hlaupa í hóp með logandi friðarkyndil og munu þannig táknrænt afhenda hann áfram til Grænlands.
Þann 29. september kl. 17:30 hefst hjartagangan. Lagt verður af stað við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal. Göngustjórar í ár verða starfsmenn Hjartaheilla og er þátttaka ókeypis.
Þema hjartadagsins í ár er hjartvænt umhverfi. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Einstaklingurinn ræður sjálfur mestu um sinn eigin lífsstíl. Mikilvægt er þó að gera einstaklingnum kleift að haga sínum lífsstíl á sem heilsusamlegastan máta. Umhverfi okkar þar sem við búum, vinnum og iðkum frístundir, getur haft mikil áhrif á getu okkar til að taka réttar ákvarðanir með heilsu okkar í huga. Á síðustu áratugum hefur margt breyst til batnaðar í samfélagi okkar og umhverfi. Okkur hefur verið gert auðveldara að lifa heilsusamlegu lífi, sé áhugi fyrir hendi. Hjólastígar, göngustígar, almenn útivistarsvæði, takmarkanir á reykingum og ýmislegt fleira hafa skilað sér til þjóðarinnar í bættri heilsu. Sérhver hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna. Ekki þarf alltaf mikið til.