- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, HSSK, hefur fengið úthlutað lóð að Tónahvarfi 8 þar sem mun rísa glæsileg ný aðstaða fyrir sveitina.
Með tilkomu breytts deiliskipulags á Kársnesi var ljós að sveitin varð að flytja aðstöðu sína þaðan. Kópavogsbær mun eignast húsin sem þar sveitin hafði aðstöðu og verða þau látin víkja fyrir íbúabyggð. Bátaflokkur sveitarinnar mun þó áfram hafa útkallsaðstöðu við Kópavogshöfn.
Framkvæmdir við nýja björgunarmiðstöð hjálparsveitarinnar í Tónahvarfi hefjast strax í sumar og vonir standa til þess að sveitin geti flutt í byrjun árs 2025.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs
Hjálparsveitin gegnir mikilvægu hlutverki í almannaþjónustu sem Kópavogsbær er stoltur að styðja við. Það verður spennandi að fylgjast með uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Tónahvarfi.
Valgeir Tómasson formaður HSSK:
Stuðningur Kópavogsbæjar við Hjálparsveit Skáta í Kópavogi í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar. Það er alveg ljóst að verkefnið hefði ekki komist á þannn stað sem það er í dag nema með samstarfi við Kópavogsbæ.
Starf Hjálparsveitarinnar er mikilvægur hluti af almannavarnakerfi landsins og það er gott að finna skilning Kópavogsbæjar sem og fyrirtækja og íbúa Kópavogs sem með stuðningi sínum sem bakverðir og með kaupum á flugeldum og neyðarköllum gera okkur kleift að starfrækja öfluga björgunarsveit í Kópavogi.
Félagar sveitarinnar eru spenntir fyrir nýrri björgunarmiðstöð sem rennir styrkum stoðum undir áframhaldandi starfsemi sveitarinnar.