- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hermannsgarður er samvinnuverkefni Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Kópavogs og Garðyrkjufélags Íslands til minningar um Hermann Lundholm sem var garðyrkjuráðunautur bæjarins.
Garðurinn samanstendur að mestu af fjölærum garðblómum úr garði Hermanns. Það er ýmislegt sem þarf gera í garðinum í upphafi sumars s.s. fjarlægja illgresi, skipta plöntum, raka yfir beð og spjalla saman.
Þetta er tilvalin leið fyrir félaga til að hittast og spjalla og bera saman bækur sínar. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í ræktun er þetta upplagt tækifæri til að læra til verka, skoða hönnun, staðsetningu og plöntuval. Athugið að hver og einn getur mætt þegar henni/honum hentar frá kl. 17:00.
Kl. 17:30 verður farin frá Hermannsgarði í einnar klst. langa skoðunar- og kynnisferð um Guðmundarlund fyrir þá sem vilja.
Verkfæri verða á staðnum og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í dagslok.
Leiðin í Guðmundarlund
Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund er hér lýsing af beinustu leiðinni frá Vatnsendavegi að Guðmundarlundi.
Beygt er af Vatnsendavegi á hringtorgi inn á Markaveg og hann ekinn til austurs gegnum hesthúsahverfið á Kjóavöllum þar til komið er að götu sem heitir Landsendi. Þar er skilti sem vísar á Guðmundarlund en einnig er skilti við hringtorgið á Vatnsendavegi merkt Guðmundarlundi.