- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ellefu starfsmenn Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsafmæli 2016. Þau fengu afhenta viðurkenningu fyrir störf sín í þágu bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti viðurkenninguna og þakkaði fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina: "Starfsfólkið á það sameiginlegt að hafa sinnt starfi sínu af stakri prýði og tekið þátt í uppbyggingu bæjarins sem hefur verið gríðarleg síðan 1991."
Níu konur og tveir karlar áttu starfsafmæli, átta eru úr leik- og grunnskólum og þrír úr stjórnsýslu bæjarins. Kópavogsbær þakkar þeim vel unnin störf og óskar til hamingju með áfangann.
Starfsmennirnir eru:
Edda Valsdóttir, leikskólastjóri Fögrubrekku. Edda útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1992 en hafði hafið störf hjá bænum. Hún hefur unnið á Fögrubrekku sleitulaust frá 1992.
Hafdís Hafsteinsdóttir, leikskólastjóri Efstahjalla. Hafdís vann á Kópasteini fyrst, svo Grænatúni. En hefur verið leikskólastjóri frá árinu 1994.
Helga Tómasdóttir, leiðbeinandi leikskólanum Dal. Þar hefur hún starfað í níu ár en var áður á Álfaheiði og Kópasteini.
Hrafnhildur Hilmarsdóttir, leikskólakennari Marbakka. Lauk leikskólakennaranámi 1991 og hefur starfað á Marbakka síðan.
Jóhanna Leifsdóttir, leikskólakennari Furugrund. Hefur starfað þar frá árinu 1991 en hafði áður starfað á Patreksfirði.
María Pétursdóttir, leiðbeinandi Marbakka. Hefur starfað þar með hléum síðan 1985 en samanlagður starfsaldur mun hafa náð 25 árum á síðasta ári.
Sigríður Sólveig Heiðarsdóttir, leiðbeinandi Grænatúni. Sigríður Sólveig vann áður á Fögrubrekku áður en hún gekk til liðs við Grænatún árið 1999.
Helga Björnsdóttir, skólaliði Kópavogsskóla. Helga hefur starfað í skólanum í 25 ár og gegnt þar margvíslegum störfum.
Sigríður Þorvarðardóttir, launadeild Kópavogsbæjar. Sigríður hefur unnið á launadeild bæjarskrifstofa Kópavogs frá því að hún kom til starfa.
Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs. Aðalsteinn var ráðinn sem félagsmálastjóri árið 1991 og hefur gegnt því starfi síðan.
Þorsteinn Einarsson starfsmannastjóri. Þorsteinn hefur gegnt starfi starfsmannastjóra Kópavogsbæjar frá árinu 1991.