- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Listahátíðin Hamraborg Festival verður haldin helgina 26.-28.ágúst. Hún er óður til Hamraborgarinnar sem rís há og fögur í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins.
Setning hátíðarinnar er kl. 16.00 í Hamraborginni, fyrir utan Black Kross Tattoo og í beinu framhaldi verður opnuð sýning Berglindar Jónu Hlynsdóttur í Y Gallery, þar sem bensínstöð Olís var.
Dans, leikhús, bókmenntir, lófalestur og óperur eru á hátíðinni, en myndlistin er eins og síðast fyrirferðamest. Enda ráku stofnendur hátíðarinnar sýningarrýmið Midpunkt um þriggja ára skeið í Hamraborg þar sem fjölmargar myndlistasýningar voru haldnar.
Einn af stóru viðburðum hátíðarinnar er útgáfa bókarinnar Með Hamraborgir á Heilanum, sem líkt og hátíðin er innblásin af Hamraborg. Fréttaljósmyndarinn Hákon Pálsson tók myndir bókarinnar en meðal höfunda má nefna Tyrfing Tyrfingsson, Kamillu Einarsdóttur og Eirík Örn Norðdahl.
Lista- og menningarráð Kópavogs styrkir Hamraborg Festival.
Nánar:
Föstudaginn 26. Ágúst hefst Hamraborg Festival í annað sinn.
Listahátíðin er óður til Hamraborgarinnar sem rís há og fögur í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins.
Í ár er margt á seyði. Viðburðum og listamönnum hefur fjölgað, en þátttakendur eru nú yfir sextíu talsins. Dans, leikhús, bókmenntir, lófalestur og óperur eru á hátíðinni, en myndlistin er eins og síðast fyrirferðamest. Enda ráku stofnendur hátíðarinnar sýningarrýmið Midpunkt um þriggja ára skeið í Hamraborg þar sem fjölmargar myndlistasýningar voru haldnar.
Hægt er að virða fyrir sér verk listamanna á hinum ýmsu stöðum, Kópavogssundlaug, Bókasafninu, Náttúrufræðistofu, Mjöll, Krónunni, Te&Kaffi, ÉgC, Euromarket og Catalínu svo dæmi séu nefnd. Í Y-gallery sýnir svo Berglind Jóna Hlynsdóttir, heiðurslistamaður hátíðarinnar en hún hefur um margra ára skeið rannsakað Hamraborgina í list sinni. Á Catalínu eru prentverk innblásin af Öræfunum eftir Evu Bjarnadóttur og listakonan Pola Sutryk verður með vinnustofu í að búa til listrænar brauðtertur. Á bókasafninu verða innsetningar, myndasögusýningar, dans-gjörningur og lófalestur. Allir íbúar Kópavogs geta fengið lófalestur í boði Freyju Eilífar og Jönu Napoli ef þeir samþykkja að gefa ljósmynd í gagnabanka. Á Gerðarsafni fara fram vinnustofur en líka danssýningin Plastik Man eftir Katie Hitchcock, og í anddyrinu á Salnum er hópurinn Silfurtungl með óperu sem ókeypis er inn á.
Það mætti telja lengi áfram, í Auðbrekkunni er hægt að heimsækja vinnustofur listamanna, og í ljósmyndastúdíóið Tan&Tar verður með sýninguna Dimmur Demantur opið einnig á sýningu. Þá má ekki gleyma gjörninga-tvíeykinu Dætur sem eru með opnunargjörning á Föstudaginn, eða 2x2 Rýmisskynjun sem bjóða gestum í sannkallaða ævintýraferð.
Einn af stóru viðburðum hátíðarinnar er útgáfa bókarinnar Með Hamraborgir á Heilanum, sem líkt og hátíðin er innblásin af Hamraborg. Fréttaljósmyndarinn Hákon Pálsson tók myndir bókarinnar en meðal höfunda má nefna Tyrfing Tyrfingsson, Kamillu Einarsdóttur og Eirík Örn Norðdahl.
Stjórnendur Hamraborg Festival eru Sveinn Snær Kristjánsson, Joanna Pawlowska, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson. Þau eru afar stolt af því hve margir frábærir listamenn hafa viljað taka þátt, og svo líka hversu vel íbúar og atvinnurekendur í Hamraborginni hafa tekið á móti þeim.
Hamraborgin lengi lifi! #HamraborgFestival