- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki, varð 20 ára um helgina og af því tilefni var haldin vegleg afmælishátíð í Salnum. Gjábakki tók til starfa 11. maí 1993. Síðan þá hafa tvær aðrar félagsmiðstöðvar verið opnaðar í bænum, Gullsmári árið 1998 og Boðinn í Boðaþingi árið 2007.
Afmælisdagskráin í Salnum var fjölbreytt og var fullt út að dyrum. Haldnar voru ræður, sungið, dansað og leikið. Að dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í anddyri Salarins.
Í Gjábakka ríkir sú hugmyndafræði, eins og í hinum félagsmiðstöðvunum, að eldri borgarar eigi sjálfir að stjórna ferðinni í starfinu. Í kringum þrjú til fjögur hundruð manns sækja Gjábakka heim í viku hverri.
Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Til dæmis er hægt að fara í leiklist, læra dans, taka þátt í hlátursnámskeiðum og fara á galakvöld.
Starfið í Gjábakka er unnið í góðu samstarfi við Félag eldri borgara í Kópavogi.