- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Svæði til matjurtaræktunar, svonefnd garðlönd, standa Kópavogsbúum til boða á sumrin. Mikil eftirspurn hefur verið eftir garðlöndunum í vor, og er búið að leigja út rúmlega 150 af þeim 180 garðskikum sem í boði eru fyrir sumarið 2020.
Garðlöndin eru á sex stöðum í bænum, en laust er á þremur stöðum í bænum, í Trjásafninu neðan Kjarrhólma í austanverðum Fossvogsdal, við Núpalind ofan við leikskólann Núp og við Guðmundarlund. Uppselt er við Kópavogstún, Víðigrund og við Arnarnesveg.
Sótt er um garðlönd í þjónustugátt á vef Kópavogsbæjar en skilyrði fyrir því að fá úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi.
Garðlöndin eru plægð og merkt á vorin og eru nú tilbúin til ræktunar. Á stöðunum er aðgangur að vatni auk þess sem hægt er að að fá verkfæri á staðnum lánuð.