- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær mun í ár eins og undanfarin ár fjarlægja jólatré fyrir íbúa sem það vilja.
Trén verða fjarlægð dagana 7. janúar til og með 16. janúar.
Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk með jólatrjám nágrannana ef kostur er. Íbúar eru beðnir um að huga vel að frágangi þannig að trén geti ekki fokið.
Skoteldaleifar sem komið hefur verið fyrir hjá jólatrjám verða einnig hirtar sem og leifar sem safnað hefur verið saman á opnum svæðum.
Ekki verður farið inn á einkalóðir eða safnað saman leifum sem liggja dreift á opnum svæðum.
Einnig geta íbúar losað sig við jólatré og skotelda á endurvinnslustöðvum Sorpu án þess að greiða förgunargjald fyrir það.