Vinnslutillögur á vestanverðu Kársnesi vekja áhuga

Gestir á opnu húsi þar sem kynntar voru vinnslutillögur rammahlauta aðalskipulags á vestanverðu Kár…
Gestir á opnu húsi þar sem kynntar voru vinnslutillögur rammahlauta aðalskipulags á vestanverðu Kársnesi.

Á annað hundrað mættu á opin hús þar sem vinnslutillögur rammahluta aðalskipulags á vestanverðu kársnesi voru kynntar. Starfsfólk skipulagsdeildar Kópavogsbæjar og ráðgjafar voru á staðnum og ræddu við gesti og svöruðu spurningum.

Opnu húsin voru í Safnaðarheimili Kópavogskirkju og voru haldin síðdegis fimmtudaginn 6. febrúar og mánudaginn 10. febrúar auk laugardagsins 8. febrúar.

Vakin er athygli á því að hægt er að skila inn athugasemdum við tillöguna til 21. febrúar. Athugasemdum skal skilað inn í skipulagsgátt, mál 580/2024.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag (hja) kopavogur.is

Tillagan og myndband er aðgengilegt á vef Kópavogsbæjar.

Skoða tillögu.