- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Siglingafélagið Ýmir heldur utan um sumarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Félagið hefur aðstöðu við Naustavör 14 í Kópavogi. Siglingar eru bæði íþrótt og útivist fyrir fólk á öllum aldri en öll geta tekið þátt og lært að beisla vindinn og umgangast sjóinn af öryggi og leikgleði.
Félagið býður upp á fjölmörg og fjölbreytt vikulöng námskeið en síðustu námskeið sumarsins fara fram vikuna 22. - 26. júlí. Siglinganámskeið eru í boði fyrir börn, ungmenni og fullorðna en að loknu námskeiði eiga þátttakendur að skilja grunninn í stjórn seglbáta. Einnig er boðið upp á leikjanámskeið þar sem ungmenni frá aldrinum 9 til 15 ára læra að nálgast sjóinn af öryggi í gegnum leiki svo sem í kappróðri, jakahlaupi, sjósundi og veiðiferðum.
Siglingafélagið Ýmir býður í fyrsta skipti upp á námskeiðið Náttúruskoðun í sumar. Þar fá ungmenni tækifæri til að skoða sjóinn og ströndina í Fossvogi og Skerjafirði á kajökum og árabátum í fylgd með reyndum leiðbeinanda og vísindamanni. Þar er meðal annars hlustað á lífríki hafsins með sérstökum vatnsheldum hjóðnema, heimsótt vinalega seli úti á skerjum og veitt með plógi og aflinn skoðaður.
Siglingafélagið Ýmir leggur metnað í að kenna nýliðum rétt handtök í siglingum og gefur félagsmönnum aðgengi að þeirri gersemi sem sjórinn er í náttúru okkar. Félagið er virkt allan ársins hring og býður upp á opna viðburði fyrir félagsmenn og almenning.