- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í sumar er nóg um að vera í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi. Vinnumálastofnun veitir sveitarfélögum styrk til að efla félagsstarf aldraða eftir Covid en sumarstarfsfólk hefur búið til viðburðaríka dagskrá fyrir eldri borgara.
Starfsfólkið í sumar býður upp á persónubundnari þjónustu þar sem gengið er út frá því hvað hentar áhuga og vilja hvers og eins. Umrætt verkefni felst í heimsóknum, símtölum og stuðningi við að sinna áhugamálum eða því sem fólk vill helst gera.
Meðal þeirra viðburða sem boðið er upp á í sumar er tækniþjálfun á síma og ipad, ljóðaupplestur, jóga, bíósýningar og ýmis konar tónleikar með íslenskri tónlist. Mikil aðsókn er í Bingó, Boccia og leshóp sem hittist í hverri viku.
Þetta sumar er frábrugðið síðasta sumri að því leyti að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt sem býður upp á þann möguleika að halda fleiri viðburði. Árleg ferð í Guðmundarlund verður haldin síðla sumars og einnig boðið upp á margs konar dagsferðir fram að því en sumardagskránni lýkur 13. ágúst.