- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Eftirfarandi starfssemi verður í félagsmiðstöðvum eldri borgara, Boðanum, Gjábakka og Gullsmára, sem tekur mið af nýjum reglum um samkomutakmarkanir vegna Covid-19, frá og með 2.nóvember til og með 17.nóvember 2020.
• Matarþjónusta fellur niður. Frekari upplýsingar um heimsendan mat má nálgast í síma 441-0000.
• Allt skipulagt félagsstarf fellur niður.
Hægt er að hafa samband fyrir frekari upplýsingar í síma 441-9900.
Kaffistofan verður opin fyrir þá sem vilja koma í kaffi og spjall. Hámarksfjöldi miðast við 10 manns, 2m bil á milli gesta og gestir notast við andlitsgrímur. Skráning í síma 441-9900.
Athugið að við hvetjum fólk til þess að mæta ekki ef gestir eru eftirfarandi;
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna Covid-19 smits og eru ekki liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang ofl.).
Við erum öll almannavarnir og verum það áfram !