- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær tekur þátt í evrópsku samgönguvikunni sem hefst fimmtudaginn 16.september.
Dagskráin í Kópavogi er eftirfarandi:
16. september, 16.00-18.00: Dr. Bæk verður við Menningartorfuna í Kópavogi og yfirfer reiðhjól.
18. september, 10.00: Hjólaferð, Lagt af stað frá Hálsatorgi.
22. september , 17.00: Náttúruganga í Guðmundarlundi. Lagt af stað frá húsnæði Skógræktarfélagsins. Skógræktarfélag Kópavogs og Markaðsstofa Kópavogs sjá um viðburðinn.
22. september: Bíllausi dagurinn – Frítt í strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta einnig skráð til leiks einstaka viðburði eða aðgerðir sem ætlað er að ýta undir vistvænar samgöngur. Yfirskrift þessa verkefnis er MobilityActions á ensku sem hefur verið þýtt sem Samgönguplús á íslensku.
Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar.
Nánar má lesa um átakið á vefsíðu European mobility week.
Þema Samgönguviku ársins 2021 er Veljum grænu leiðina.