- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Foreldrum nemenda í 8. til 10. bekk í Kópavogi verður boðið á stafræna kynningu á niðurstöðum rannsóknar 9. og 11. febrúar næstkomandi klukkan 20.00. Vegna aðstæðna í ljósi Covid-19 verða kynningarnar með stafrænum hætti þetta árið og munu skólarnir senda fundarhlekk á foreldra.
Síðastliðið vor birtust niðurstöður rannsóknar Lýðheilsa ungs fólks og líðan í Kópavogi, rannsókn meðal nemenda í 8., 9. og 10.bekk. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var á vegum Rannsókna & greiningar í Háskólanum í Reykjavík.
Í skýrslunni er ungt fólk í Kópavogi skoðað sérstaklega og borin saman við höfuðborgarsvæðið og svo landið allt. Spurt er um vímuefni, rafrettunotkun, samskipti við foreldra, almenna líðan, tómstunda- og íþróttaiðkun og skjánotkun. Í heildina er ungt fólk í Kópavogi að koma vel út úr þessari könnun og ánægjulegt að notkun á vape minnkar.
Meirihluti ungmenna í Kópavogi stendur sig vel í þessum þáttum og vert að vera stolt af því. Samvera foreldra er sömuleiðis að aukast og gott að hafa hugfast að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin.