- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Jafningjafræðsla fer fram í fyrsta skipti á vegum Kópavogs í sumar. Ungmennin sem starfa sem jafningjafræðarar í Kópavogi í sumar eru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsækja hópa á vegum Vinnuskóla Kópavogs ásamt félagsmiðstöðvum í Kópavogi og eiga samtal við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.
Jafningjafræðsla Kópavogs er nú starfrækt af Molanum, miðstöð unga fólksins í samvinnu við Vinnuskóla Kópavogs. Innleiðing á breytingum og bættri þjónustu við ungt fólk stendur yfir í Kópavogi um þessar mundir og er verkefnið hluti af þessari breytingu. Áður fyrr hefur jafningjafræðsla í Kópavogi verið á vegum Hins Hússins í Reykjavík. Samningur var gerður á milli þeirra og Vinnuskóla Kópavogs um að fá jafningjafræðara í frístundastarf í Kópavogi en þá voru þrjú ungmenni starfandi hjá þeim frá Kópavogi.
Jafningjafræðarar í Kópavogi hófu störf í byrjun sumars, þann 3. júní, en til undirbúnings fræðslunnar fóru þau á námskeið hjá KVAN sem undirbjó þau fyrir komandi starfsemi. Jafningjafræðslan leggur áherslu á að skapa öruggt umhverfi fyrir ungt fólk til að tjá sig og spyrja spurninga. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.
Þetta er í fyrsta skipti sem Kópavogur heldur utan um jafningjafræðslu yfir sumartímann og hefur það heppnast vonum framar, þar sem jafningjafræðararnir hafa náð til ótalmargra unglinga hér í Kópavogi. Starfi þeirra lýkur á sama tíma og Vinnuskóli Kópavogs lýkur störfum í sumar sem er í byrjun ágúst.