- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
"Við vonumst eftir að fá aftur keppendur frá flestum þeim íþróttafélögum á landinu sem bjóða upp á hreyfingu fyrir 60+ aldurshópinn. Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldri borgara og hversu fjölbreytt hreyfiúrræði eru í boði víðsvegar um landið. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin í kvenna- og karlaflokki en einnig verða útdráttar verðlaun sem allir þátttakendur í göngunni eiga möguleika á að fá," segja Fríða Karen Gunnarsdóttir og Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjórar Virkni og vellíðan.
Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir íbúa 60 ára og eldri í Kópavogi. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt. Annars vegar fer þjálfun fram í íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu en hins vegar í félagsmiðstöðvum bæjarins Boðaþingi, Gullsmára og Gjábakka. Á æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfingar. Í dag sækja yfir 450 þátttakendur þjónustu hjá Virkni og Vellíðan og fer þátttakendafjöldi ört stækkandi. Virkni og Vellíðan stendur reglulega fyrir félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborði, páskabingó, götugöngu og ekki má gleyma Pálínuboðum.