- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þann 10. nóvember var aðalfundur SSH og ársfundur byggðasamlaganna haldinn í Salnum í Kópavogi.
Auk almennra aðalfundarstarfa voru haldnir áhugaverðir fyrirlestrar á vegum byggðasamlaganna á ársfundi þeirra. Einnig hélt Hulda Þórisdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands erindi um hvernig hegðunarvísindi geta nýst við stefnumótun. Þá flutti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra erindi um stöðu loftslagsmála.
Fundinn sátu auk stjórnar og starfsfólks kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna.
Á vegum byggðasamlaganna var sýning á slökkvibíl og öðrum búnaði slökkviliðsins, sorphirðubíl og glænýjum rafmagnsstrætisvagni sem hægt var að skoða fyrir fundinn.