Fara í aðalefni

Djúpslökun og hugleiðsla

Djúpslökun fer fram í Geðræktarhúsinu.
Djúpslökun fer fram í Geðræktarhúsinu.

Íbúum Kópavogsbæjar verður næstu vikur boðið í Djúpslökun og hugleiðslu í Geðræktarhúsi bæjarins. Tímarnir fara fram á fimmtudögum kl. 17.00. 

Geðræktarhúsið stendur við Kópavogsgerði 8. Það var tekið í notkun á síðasta ári og hýsir margvíslega starfsemi sem tengist geðrækt.

Í tímunum verður stuðst við öfluga hugleiðsluaðferð sem á rætur sínar að rekja til ævaforna jógafræða og er markviss aðferð til andlegrar og líkamlegrar vakningar. Þessar aðferðir geta aukið gæði svefns, minnkað streitu og aukið líkamlega vellíðan. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að 30 mínútur af slíkri djúpslökun og hugleiðslu geti samsvarað fjögurra tíma dúpsvefni.

Í tímunum verður byrjað á léttum yoga stöðum og teygjum, sem henta öllum, áður en lagst er niður á dýnuna og farið í leidda hugleiðslu/djúpslökun.

Iðkendur eru hvattir til að koma með eigin jógadýnu en dýnur verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga. Iðkendur þurfa að koma með hlýtt teppi, púða og jafnvel augnhvílu.

Skrá í tímann

Fara efst
á síðu
Heim
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Opna / loka snjalltækjavalmynd
Venjulegt útlit Breyta stillingum