- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Listahátíðin Cycle er vettvangur samtímatónlistar og myndlistar. Hátíðin er haldin í annað skipti í listhúsum Kópavogs 27. október til 30. október, auk þess sem hún teygir anga sína út um alla Hamraborgina. Hátíðin samanstendur af sýningu í Gerðarsafni, fjölmörgum tónleikum og gjörningum.
Auk þess hefur verið stofnað til samstarfs við Listaháskóla Íslands þar sem nemendum gefst kostur á a ð taka þátt í vinnustofum og fyrirlestraröðum með listamönnum hátíðarinnar. Hátíðin er því vettvangur listsköpunar og rannsókna sem er öllum opinn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er ÞÁ og ná efnistökin yfir sífelldar endurtekningar, framtíðarspár og fortíðarminni, tíminn sjálfur er í forgrunni.
Um eitt hundrað íslenskir og alþjóðlegir listamenn taka þátt. Cycle listahátíðin stimplaði sig vel inn í menningarsenu Íslendinga á sínu fyrsta ári og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 sem viðburður ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar og til Menningarverðlauna DV 2015 í flokki myndlistar.
Frumsýning hátíðarinnar hlaut mikla umfjöllun og var vel tekið. Í umsögn Íslensku tónlistarver ðlaunanna um hátíðina segir að hátíðin sé ,,afar metnaðarfull og spennandi listahátíð þar sem sjónum var beint að tengslum tónlistar, hljóðlistar, gjörningalistar, myndlistar og arkitektúrs í samtímanum. Hátíðin átti í frjóu samtali við áhorfendur og gesti og var flutningur í hæsta gæðaflokki.”
Sýningarstjóri hátíðarinnar í ár er Eva Wilson, rithöfundur og sýningarstjóri, sem staðsett er bæði í Berlín og London. Eva hefur komið að mörgum áhugaverðum verkefnum. Hún hefur stýrt til að mynda Schinkel Pavillion í Berlín, verið sýningarstjóri hjá Thyssen-Bornemisza Art Contemporary í Vín og staðið fyrir sjálfstæðum sýningum. Eva hefur komið að sýningu á verkum eftir Philippe Parreno, Gretchen Bender, Ragnar Kjartansson, Olaf Nicolai, Pauline Beaudemont og fleiri.
Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru Guðný Þóra Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.
#cyclemusicandart